sunnudagur, október 31, 2004
Er græðgin okkar stærsti löstur?
Ég var að sjá The Corporation.
Eftir að hafa séð þessa mynd er ekki hægt:
Að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Að aðhyllast kapítalíska hugsun.
Að horfa í augu forstjóra og eigenda stórfyrirtækja í dag, án þess að langa til að hrækja í andlitið á þeim og berja þá í klessu.
Að kaupa vörur stórfyrirtækja án þess að fá óbragð í munninn.
Að sjá Davíð og félaga, sem annað en handbendi djöfulsins.
Að vera stoltur af mannkyninu.
Að horfa með björtum augum til framtíðar.
Að láta græðgina hlaupa með sig í gönur.
Við erum skrímsli.
föstudagur, október 29, 2004
Nú er tíminn!
Ætli víkingasveitin sé viðbúin þessu?
Eftirfarandi er úr yfirlitsskýrslu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra um alþjóðamál, sem lögð var fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999-2000.
Utanríkisráðuneytið tók virkan þátt í Norðurvíkingi 99, jafnt skipulagi sem framkvæmd, og er það í samræmi við þá markvissu stefnu stjórnvalda að axla stærra hlutverk í vörnum landsins. Þátttaka Landhelgisgæslunnar var umfangsmeiri en verið hefur og víkingasveitin tók í fyrsta sinn þátt með beinum hætti. Rétt er samt að geta þess að Landhelgisgæslan og víkingasveitin voru í löggæsluhlutverki og tóku ekki þátt í hernaðaraðgerðum.
Þetta var reyndar '99, hver veit nema þeir séu orðnir hervæddari núna :)
Food for thought...
Hjátrú, eins og sú að vera í réttu sokkunum til að liðið þitt vinni leikinn, er frekar aum aðferð til þess að ýkja þitt eigið mikilvægi. Hagaðu þér skynsamlega, og þú öðlast sjálfkrafa mikilvægi í stærra samhengi en þig grunar.
Svo á útlensku fyrir útlendingana sem slysast hingað inn :)
Superstition, like wearing the right socks for your team to win the game, is a rather sad way of trying to exaggerate your own importance. Behave rationally and you automatically become important in a bigger context than you may realize.
fimmtudagur, október 28, 2004
Smá sjálfsgagnrýni
Ég stóð mig að svolitlu í kvöld, er að horfa á Jay Leno, sem er nú kannski ekki í frásögu færandi. Nema hvað, Ben Affleck mætir á svæðið og ég hnussa eitthvað, glotti og kalla hann bjána. Kemst svo að því að hann er bara þrælfínn gaur, svona við fyrstu sýn að minnsta kosti. Seinna í þættinum byrjar svo allt í einu William Shatner að syngja eitthvað þvílíkt rokklag, ég samur við mig, hnussa eitthvað og finnst hann eitthvað kjánlegur. Svo syngur gaurinn náttúrulega mikið betur en ég, lagið fínt og ég dilli mér við þetta.
Dæmi um fordóma?
Moli af veraldarvefnum
Fundið á spjallþræði:
Fáið ykkur tvo 250 GB harða diska...
...og svo er ekkert mál að gerast lögbrjótur ( siðferðilega rangt ? ) og niðurhala allskonar kvikmyndum, tónlist og video. Spurningin er bara hvað á fólk að gera með svona stóra diska í tölvuna. Tölvuverslunareigendur auglýsa reglulega, en svo kemur skylduáskriftarsjónvarpsstöð afturíhaldsins og ,,hótar" lögreglu, óbeint.. ef þú hefur í hyggju að koma einhverju á þessa hörðu diska. Heimska er oft eins og vindurinn, óviðráðanlegt áreyti.
miðvikudagur, október 27, 2004
Robots shall inherit the Earth...
...and they shall be Us...
Einstakleg áhugavert efni, skemmtilegar pælingar.
Mind Uploading Home Page
Hégóminn vitnar í sjálfan sig
Heimsmynd, sem er byggð á sífelldum endurtúlkunum á endurtúlkunum á endurtúlkunum á einni bók hlýtur að vera stöðnuð.
Er starf kirkjunnar með börnum slæmt?
Misþyrmingar í ljósi Krists
Ég mæli með því að fólk, sem telur kristna trú vera grunn alls siðgæðis, smelli á þennan hlekk (varúð, hræðilegar myndir):
Lord's Resistance Army
þriðjudagur, október 26, 2004
Bush - Goering = 0
Relationship Between Fear of Death and Political Preferences
Why of course the people don't want war. Why should some poor slob on a farm want to risk his life in a war when the best he can get out of it is to come back to his farm in one piece? Naturally the common people don't want war neither in Russia, nor in England, nor for that matter in Germany. That is understood. But, after all, it is the leaders of the country who determine the policy and it is always a simple matter to drag the people along, whether it is a democracy, or a fascist dictatorship, or a parliament, or a communist dictatorship. Voice or no voice, the people can always be brought to the bidding of the leaders. That is easy. All you have to do is tell them they are being attacked, and denounce the peacemakers for lack of patriotism and exposing the country to danger. It works the same in any country.
Hermann Goering
(1893-1946)
mánudagur, október 25, 2004
Girl Blog from Iraq
Ekki láta þetta blogg fram hjá ykkur fara, ung kona í Baghdad að skrifa um hörmungarnar, einstaklega innihaldsríkt og fræðandi.
Baghdad Burning
Ferðalög um hugarheima Finnboga
Besta leiðin til að losa sig við reiðina er að opna fyrir orkustöðvarnar í iljunum, neðan á fótunum, á huglægan hátt. Og sjá ljósið koma inn um höfuðstoðvarnar, og reiðina, óhreinindin, óþægindin renna niður eftir báðum fótleggjunum, út um iljarnar, niður til Móður Jarðar. Þannig er öruggasta hreinsunin á þessum hvötum, sem heita reiði og annað út úr tilfinningalíkama mannsins.
Þetta og fleiri gullkorn að handan, hér:
Vegurinn til Ljóssins
Af sömu síðu:
Spurning úr sal:
Er eitthvað samhengi á milli þeirrar hitabylgju sem hefur verið að herja á Evrópu undanfarið, og þess að mars hefur verið svona nálægt jörðu?
Svar Greifans af Saint German (Ragoczy) miðlað í gegnum Finnboga:
Við gætum allavega alveg látið það líta þannig út vegna þess að þetta passar svo vel saman, en það er nú samt ekki í raun sú ástæða, vegna þess að ef þú hugsar það, þá þarf hitinn frá mars að fara í gegnum svo mikið frost á leiðinni til jarðarinnar.
Þá vitum við það.
sunnudagur, október 24, 2004
Trúfrelsi "in action"
Það að þetta skuli vera fréttnæmt segir okkur soldið um tímana sem við lifum í.
Royal Navy to allow devil worship
Samkvæmt Dr. Hjalta Hugasyni, prófessor í kirkjusögu, er þetta dæmi um jákvætt trúfrelsi (sjá hér).
laugardagur, október 23, 2004
föstudagur, október 22, 2004
Til Heiðrúnar.
Námskráin og trúboð
Um trúfræðslu og trúboð í skólum
Vona að þetta varpi einhverju ljósi á skoðanir mínar á þessum málum :).
The United States of Abuse
FBI shuts down 20 antiwar web sites: an unprecedented act of Internet censorship
FBI Seizes Indymedia Servers in the UK
Bandaríkin, Íran vestursins.
fimmtudagur, október 21, 2004
miðvikudagur, október 20, 2004
Þarna liggur munurinn
Science thrives on unanswered questions, Religion, in contrast, thrives on unquestioned answers.
Höf. ókunnur
þriðjudagur, október 19, 2004
mánudagur, október 18, 2004
sunnudagur, október 17, 2004
laugardagur, október 16, 2004
föstudagur, október 15, 2004
Ok, förum þá til Mars.
New propulsion concept could make 90-day Mars round trip possible
Ég myndi persónulega alveg fórna 90 dögum í svona ferðalag :).
fimmtudagur, október 14, 2004
Doh!...'Tit for Tat' Defeated In Prisoner's Dilemma Challenge
Djö... ég sem var að enda við að útskýra 'Tit for Tat' fyrir einhverjum félaganum um daginn... segjandi það vera THE strategy, þrátt fyrir að vera svona svakalega einfalt :). Djííííses, nú finn ég mig knúinn til að þess að rifja upp hver þetta nú var, sem ég var að tala við, kynna mér þetta mál aðeins betur, fara svo og finna viðkomandi og leiðrétta þetta ;).
Sjá hér (/.)
Detta mér nú allar dauðar lýs úr hári...
Study: One in 100 adults asexual.
Nýr minnihlutahópur er í myndun í USA, Fólk án Kynhneigðar... ég vil sjá 'FáK daga í Reykjavík' næsta sumar :).
Þetta ætti a.m.k. að falla vel í kramið hjá þeim ofur-kristnu, sem stara í loga helvítis ef þeir svo mikið sem hugsa um kynlíf (allavega ef dagdraumakynlífið er ekki stundað með 'löggiltum' maka).
Bushwhacko
Bush og Kerry ósammála um „val“ samkynhneigðra
Ætli Bush hafi kannski bara „valið“ að vera svona helvíti heimskur?
Study links genes, male homosexuality
Sjá hér.
Þetta kemur mér svosem ekki á óvart en þetta gæti hrist aðeins upp í fólki, sem er á móti bæði samkynhneigðum og genameðferð, mér sýnist a.m.k. á þessu að það verði lítið um "lækningar" á samkynhneigð án þess að fiktað verði í genum.
miðvikudagur, október 13, 2004
Lýs og menn
Of Lice And Men: Parasite Genes Reveal Modern & Archaic Humans Made Contact
Mér finnst ein málsgrein þess virði að endurtaka hana hér, því mig hefur grunað þetta lengi.
“When scientists first determined that we (Homo sapiens) were contemporaneous [uppi á sama tíma] with Neanderthals (Homo neanderthalensis) in Europe, it was suspicious that our contact with them immediately preceded their extinction,” Reed says. “Our study has provided evidence that we had contact with Homo erectus in Asia just prior to the extinction of that species as well. Did we cause the extinction of two other species of humans?”
mánudagur, október 11, 2004
(Fyrirmyndar)Háskólinn á Akureyri
Efahyggjuorðabókin á Vantrú er orðin partur af námsefni í rökfræði við Háskólann á Akureyri, maður ræður sér vart fyrir kæti :).
sunnudagur, október 10, 2004
Takashi Miike
Datt bara í hug að minnast á einn uppáhalds leikstjórann minn, Takashi Miike. Ætli ég hafi ekki séð a.m.k. fimm myndir eftir hann (...á 18 myndir eftir kauða, gaman gaman) og var afar ánægður með þær allar. Taka ber fram að myndirnar hans Miike eru EKKI fyrir alla, þær fara yfir strikið á flestum vígstöðvum, finna sér svo eitthvað annað strik lengst í burtu og fara yfir það líka og svo koll af kolli, þangað til maður veit ekki hvort maður er að horfa á kvikmynd lengur eða fastur í einhverri súrrealískri ferkantaðri martröð. Miike er góður í hófi, ég mæli persónulega ekki með fleiri en einni Miike mynd á mánuði, ég hef nefnilega tekið eftir því að maður myndar fljótt þol gagnvart öfgunum.
Á auglýsingaspjaldinu fyrir The Happiness of the Katakuris segir t.d.:
Love. Music. Horror. Volcanos.
Cinema was never meant to be like this.
Ég mæli með því að fólk, sem vill kynnast Miike byrji á t.d. Audition ("Kiri, Kiri, Kiri, Kiri...") eða Fudô, ég mæli til að mynda með því að fólk byrji EKKI á Ichi the Killer :).
Ágætis viðtal við Miike er að finna hér.