Takashi Miike
Datt bara í hug að minnast á einn uppáhalds leikstjórann minn, Takashi Miike. Ætli ég hafi ekki séð a.m.k. fimm myndir eftir hann (...á 18 myndir eftir kauða, gaman gaman) og var afar ánægður með þær allar. Taka ber fram að myndirnar hans Miike eru EKKI fyrir alla, þær fara yfir strikið á flestum vígstöðvum, finna sér svo eitthvað annað strik lengst í burtu og fara yfir það líka og svo koll af kolli, þangað til maður veit ekki hvort maður er að horfa á kvikmynd lengur eða fastur í einhverri súrrealískri ferkantaðri martröð. Miike er góður í hófi, ég mæli persónulega ekki með fleiri en einni Miike mynd á mánuði, ég hef nefnilega tekið eftir því að maður myndar fljótt þol gagnvart öfgunum.
Á auglýsingaspjaldinu fyrir The Happiness of the Katakuris segir t.d.:
Love. Music. Horror. Volcanos.
Cinema was never meant to be like this.
Ég mæli með því að fólk, sem vill kynnast Miike byrji á t.d. Audition ("Kiri, Kiri, Kiri, Kiri...") eða Fudô, ég mæli til að mynda með því að fólk byrji EKKI á Ichi the Killer :).
Ágætis viðtal við Miike er að finna hér.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home