Samruni kristninnar og kapitalismans
Í áhugaverðri grein sem ég las fyrir stuttu er talað um samfélag öfga-kristinna, sem myndast hefur í Colorado Springs, nokkurnvegin í miðju Bandaríkjanna, sem kallast Nýtt Líf (e: New Life). Samfélagið myndaðist í kringum kirkju sem stofnuð var af auðkýfingnum Ted Haggard, á 9. áratugnum, eftir sýn sem hann fékk í bíltúr um svæðið. Ted er þessa dagana í forsvari fyrir National Association of Evangelicals, sem samanstendur af 45.000 sóknum og 30 milljónum ofsatrúaðra, öflugustu kristnu lobbígrúppu sem fyrirfinnst í Bandaríkjunum. Hann er víst í vikulegu sambandi við Bush og föruneyti, sem nota hann óspart til að hanna sína pólitíska stefnu svo hún henti kristnu öfgamönnunum sem Bush á embætti sitt að þakka. Það sem Bush fær á móti er hinsvegar ekkert smáræði, Ted þessi er nefnilega afar ötull talsmaður markaðsfrjálshyggju og hefur gert bók Tómasar Friedmans, The Lexus and the Olive Tree, að skyldulesningu allra presta á sinni könnu. Ted sér nefnilega markaðsfrjálshyggjuna sem hið fullkomna trúboðstæki;
Free-market economics is a “truth” Ted says he learned in his first job in professional Christendom, as a Bible smuggler in Eastern Europe. Globalization, he believes, is merely a vehicle for the spread of Christianity.Ted er líka afar herskár;
And that is why [Ted] believes spiritual war requires a virile, worldly counterpart. “I teach a strong ideology of the use of power,” he says, “of military might, as a public service.” He is for preemptive war, because he believes the Bible’s exhortations against sin set for us a preemptive paradigm, and he is for ferocious war, because “the Bible’s bloody. There’s a lot about blood.”Þú bara verður að lesa þessa grein: Soldiers of Christ I: Inside America's most powerful megachurch