Free the West Memphis Three
Var að horfa á Paradise Lost: The Child Murders at Robin Hood Hills og Paradise Lost 2 - Revelations.
1993 í Arkansas, þrír 8 ára drengir myrtir á óhugnalegan hátt, þrír svartklæddir rokkarar, 16-19 ára, bókstaflega krossfestir fyrir það... ekki eitt ótvírætt sönnunargagn. Ekkert nema fordómar og trúarnött í gangi, kryddað með slatta af hreinni heimsku og örugglega mörg hundruð tonnum af vítaverðri fáfræði.
Útkoman: Tveir í ævilöngu fangelsi og sá þriðji bíðandi eftir sprautunni.
Þetta réttarkerfi þeirra Bandaríkjamann virkar líkt og Lotus Notes, ógeðslega hægvirkt og útkoman oft á tíðum algjör steypa. Lotus Notes hefur samt ekki orðið neinum að bana ennþá, a.m.k. ekki svo ég viti til.
Kynnið ykkur málið:
Free the West Memphis Three
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home