Nálarstunga að virka, eða hvað?
Acupuncture Reduces Nausea And Vomiting, Pain After Major Breast Surgery
Ok, í fyrsta lagi þá er ekki um klassíska nálarstungu að ræða, heldur er rafskautum komið fyrir á einhverjum sérstökum nálarstungu-punkti (P6) rétt fyrir neðan úlnlið og vægum rafpúlsum skotið í gegnum húðina. Af hverju kalla þeir þetta þá ekki eitthvað annað, eins og t.d. Electro-non-puncture eða eitthvað álíka, þetta er verulega vafasöm vinnubrögð að mínu mati.
Þetta er eins og einhver væri að reyna að rannsaka áhrif heilunarnudds með því að nota klassíkst nudd á "sömu staði" og eru notaðir í heilunarnuddi... vá hvað ég er að láta þetta fara mikið í taugarnar á mér :).
Næst vil ég sjá hvort nokkru skipti HVAR þetta rafskaut er sett... mér sýnist þeir hafa gleymt að skoða það... þvílíkir kjánar. Ég hef nefnilega lúmskan grun um að það skipti engu máli hvar þessu rafskauti væri komið fyrir í kringum þennan "P6" punkt, virknin yrði eflaust sú sama og þar með væru tengslin við þessa 5000 ára gömlu kínversku misvitneskju rofin, voila. Svo er spurning hvort þeir hafi náð að greina öll lyfleysuáhrifin sem verða venjulega við svona tilraunir, sjá hér.
Best að kvóta bara Einstein til að hressa sig aðeins við...
"Only two things are infinite, the universe and human stupidity, and I'm not sure about the former."
Albert Einstein (1874 - 1955)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home