Scientific American Bonanza
Jæja, freistaðist loksins til að fá mér stafræna áskrift af Scientific American, eitt ár af tímaritinu ásamt ÖLLUM tölublöðum frá janúar 1993 á tæpa 40 dollara, mér finnst það nú bara nokkuð billegt :). Það sem gerði útslagið var að í einhverri einnar stjörnu umsögn um "The Selfish Gene" (sjá hér) var talað um grein sem birtist í febrúar 2000, sem átti að hafa rennt stoðum undir það að tré lífsins væri í raun vefur (topologically speaking)... þetta reyndist vera rétt nema hvað að þetta vef-ástand átti sér náttúrulega bara stað hjá einfrumungum í örófi alda, þar sem lárétt blöndun á erfðaefni gat orðið milli mismunandi tegunda, möguleikinn á þessu hjá fjölfrumungi er fyrst núna orðinn raunverulegur, með tilkomu mannsins og hans genaleikfimi :).
Þar hafiði það.
Og þó, sjá þessa færslu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home