Lög bjarga einhverskonar lífi
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkir lög til að bjarga lífi heilaskaddaðrar konu
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld lög til að reyna að tryggja að búnaður, sem notaður hefur verið til að dæla næringu í æð alvarlega heilaskaddaðrar konu, verði gangsettur á ný. Búnaðurinn var aftengdur á föstudag að ósk eiginmanns hennar en ættingjar konunnar hafa barist fyrir því að henni verði haldið á lífi.
...
„Forsetinn telur, að þetta sé mál sem fjallar um mikilvæg grundvallaratriði," sagði Scott McClellan, talsmaður Bush. Forsetinn fór í kvöld frá Texas til Washington svo hann geti staðfest lögin um leið og þau eru tilbúin. Gert er ráð fyrir að fulltrúadeild þingsins komi saman á morgun til að greiða atkvæði um lögin.
...
Foreldrar Schiavos, sem eru kaþólskir og mjög trúræknir, vildu ekki samþykkja að tækin, sem hafa séð um að dæla næringu í æðar hennar, yrðu aftengd. Tækin hafa tvisvar áður verið aftengd en síðan tengd á ný eftir nýjan dómaraúrskurð.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home