Hvers eru pólskar kirkjur megnugar?
Pólska kirkjan hvetur þingmenn til að fella frumvarp um réttindi samkynhneigðra
Kirkjur í Póllandi, þar á meðal kaþólska kirkjan sem er mjög áhrifamikil, hvatti þingmenn í dag til að fella frumvarp þar sem kveðið er á um réttindi samkynhneigðra para.
Pólska kirkjuráðið segir í bréfi að með samböndum homma og lesbía „sé sett spurningarmerki við grundvallarstoðir samfélagsins.“
Frumvarpið var samþykkt í öldungadeild þingsins í desember en samkvæmt því mega samkynhneigðir skrá sig í sambandi hjá yfirvöldum, og mega þannig kaupa eignir saman og erfa hvort annað.
Vinstri maður í öldungadeildinni lagði frumvarpið fram en neðri deild þingsins þarf að samþykkja það og forsetinn að skrifa undir það.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home