Nóg komið af góðri trú
1. “Ósýnilegt, óskilgreinanlegt, ógeðslega öflugt, kolbrjálað yfirnáttúrulegt furðufyrirbæri er Drottinn guð þinn, þú skalt ekki aðra Guði hafa.”Barnatrúboð er að mínu mati glæpur gegn mannkyninu (og Jörðinni ef út í það er farið), hvort sem það er framið í góðri trú eður ei.
Séra Sigurður Árni er augljóslega ekki sammála mér, finnst barnatrúboð náttúrulega hið besta mál, enda væri hann atvinnulaus án þess.
Gjarnan hefur verið sagt að í skólum megi fræða en ekki iðka trú. Fræðslan eigi að vera hlutlaus. En ég efast meira og meira um þessa aðgreiningu og að hún standist. Ég held ekki, að uppeldi barna verði nokkurn tíma hlutlaust í trúarefnum eða gildamálum. Ég held ekki, að neinum foreldrum takist eitthvert hlutleysi, sem verði til að börnin taki ákvörðun síðar, sem verði án áhrifa frá fjölskyldunum. Ég held að allt frá meðgöngu sé uppeldi hlaðið gildum, tilfinningum, afstöðu og “trú.”
...
Við ættum líklega að krefjast æ meira af skólanum varðandi trúfræðslu og jafnvel trúariðkun. Fræðsla um kristni er of lítil en ekki of mikil. Meirihluti þjóðarinnar vill örugglega að skólinn sé mótaður af kristilegum húmanisma og líka lágmarks trúariðkun.
...
Fyrsta boðorðið er: “Ég er [bla bla bla].” Þetta er stefna trúarinnar og þarf að verða ríkulegra í stofnunum samfélagsins
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home