Davíð rembist eins og rjúpa við staur
Fráleitt að halda því fram að Íslendingar séu þátttakendur í stríði
Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sagði á stjórnmálafundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í dag, að það sé fráleitt að halda því fram að Íslendingar séu þátttakendur í stríði í Írak. Hins vegar hefðu Íslendingar tekið undir þau pólitísku sjónarmið, að fylgja skyldi ályktunum öryggisráð Sameinuðu þjóðanna eftir með valdi ef markmið þeirra næðist ekki fram með öðrum hætti.
Það þegar þjóðir fylgja markmiðum sínum á alþjóðlegum vettvangi eftir með valdi kallast nú venjulega að fara í stríð.
Davíð sagði að auðvitað væri auðveldasta leiðin fyrir Íslendinga að búa við sitt, leggja ekki nafn sitt við óþægilega hluti og axla ekki ábyrgð.
Hann meinar væntanlega "leggja ekki nafn sitt við ólöglega, ógeðslega, óréttláta og ósiðlega hluti".
Davíð sagði að það væri allt tóm vitleysa að Íslendingar séu þátttakendur í stríði og íslensk stjórnvöld hafi hvorki vald né vilja til að senda menn til ófriðarsvæða gegn þeirra vilja.
Hver er að tala um að senda menn til ófriðarsvæða gegn þeirra vilja?
En menn eiga þá að deila um rétta hluti og ekki halda því fram að Íslendingar hafi ákveðið að taka þátt í stríðinu
Við höldum því fram að þú hafir ákveðið fyrir okkar hönd að STYÐJA innrásina í Írak. Talandi um að deila um rétta hluti.
Hann sagði að ekki væri nokkur vinnandi vegur að láta ástandið í Írak vera óbreytt og öll þau ríki, sem lögðust gegn hernaðaraðgerðunum á sínum tíma, væru nú á skjön við umræðuna hér á landi því ekkert ríki vildi að hætt yrði við uppbygginguna í Írak.
Hér ruglar Davíð saman hugtökunum "innrás" og "uppbygging".
Davíð sagði einnig að mun friðvænlegra væri nú í heiminum, einkum eftir fráfall Yassers Arafats, forseta Palestínumanna, sem alltaf hefði verið þröskuldur í vegi friðar.
Ógeðslega er djöfullinn Sharon heppinn að trúa á sama gvuð og þú Davíð. Mér sýnist handbendið þitt a.m.k. vera besti vinur hans.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home