Gallup: 84% landsmanna vilja af lista staðfastra
Ég leyfi mér að afrita fréttina í heild sinni hingað, sorry RÚV.
Yfirgnæfandi andstaða er við það meðal landsmanna að Íslendingar séu á lista þeirra þjóða,sem styðja hernaðaraðgerðirnar í Írak. 84% landsmanna er á móti því að Íslendingar séu á lista staðfastra þjóða. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði í lok nýliðins árs.
Spurt var; Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum, sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak, eða á Ísland ekki að vera á listanum? 14% þeirra sem svöruðu, vilja að Ísland sé á listanum, 2% telja það ekki skipta máli en 84% telja að Íslendingar eigi ekki að vera þar. Skýr munur er á afstöðu fólks með tilliti til kynferðis og til stjórnmálaskoðana. Þrír af hverjum fjórum körlum, 74%, er á móti stuðningi Íslendinga við innrásina en 93% kvenna eru þeirrar skoðunar. 23% karla styðja en einungis 5% kvenna.
Skýr meirihluti stuðningsmanna allra stjórnmálaflokka er móti því að Íslendingar séu á listanum. 58% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks eru á móti en 40% styðja að við séum á listanum. Andstaðan er hins vegar mjög afgerandi meðal kjósenda Framsóknarflokks; 16% þeirra styðja veruna á lista staðfastra þjóða en tæp 80% eru á móti. Meðal Vinstri grænna mældist ekki stuðningur við það að Íslendingar séu á lista hinna staðföstu þjóða en 2% Samfylkingarmanna styðja það. 99% og 96% kjósenda þessara stjórnarandstöðuflokka eru hins vegar á móti því.
Könnunin var gerð í desember. Úrtakið var rúmlega 1.200 manns, svarhlutfall 62%.
Tengist all svakalega:
Jæja, loksins gerir maður eitthvað af viti
1 Comments:
Maður spyr sig, ætli 84% landsmanna séu kommúnistar í dulargerfi?
Skrifa ummæli
<< Home