Jæja, loksins gerir maður eitthvað af viti
Hádegismótmælastaða við alþingishúsið
Föstudagur 16.12.04
Mest 3.
Fimmtudagur 15.12.04
Mest 3.
Miðvikudagur 15.12.04
Mest 2 :(
Þriðjudagur 14.12.04
Mest 3.
Mánudagur 13.12.04
Mest 3.
Föstudagur 10.12.04
Mest 10 manns. Fullt af friðarkertum og ljósmyndari frá Mogganum og alles. Gaman að sjá hvort þessar myndir komist í gegnum ritskoðunardeildina.
Fimmtudagur 9.12.04
Mest 2. :(
Miðvikudagur 8.12.04
Mest 5 manns.
Þriðjudagur 7.12.04
Mest 4 manns.
Mánudagur 6.12.04
Mest 4 manns.
Föstudagur 3.12.04
Mest 9 manns.
Fimmtudagur 2.12.04
Mest 6 manns.
Miðvikudagur 1.12.04
Mest 9 manns. Fréttablaðið mætti og tók myndir.
Þriðjudagur 30.11.04
Mest 9 manns.
Mánudagur 29.11.04
Mest 8 manns.
Föstudagur 26.11.04
Í kringum 20 manns, flestir nemendur Kvennaskólans í Reykjavík.
Fyrir ykkur sem 'nennið' ekki að gera eitthvað í þessu, þá ættu eftirfarandi hlekkir að hrista úr ykkur sinnuleysið, ef ekki, nú, þá er eitthvað að.
Myndir frá Falluja
Hryllingurinn í hreyfimyndum
Blogg ungrar konu frá Baghdad, afar raunsætt og átakanlegt.
Fallujah Refugees Talk
Slash and Burn
Nú er ég búinn að standa með skilti fyrir utan alþingishúsið nokkrum sinnum, við afar góðar undirtektir vegfarenda og meðlima stjórnarandstöðunnar. Það sem maður tekur hvað mest eftir er að þeir stuðningsmenn stríðsins í Írak, sem ganga fram hjá okkur, þora ekki einu sinni að líta í augun á manni, hvað þá að reyna að færa rök fyrir máli sínu (nema Björn Bjarna, sem glotti, eins og hann væri að segja: "þetta er tilgangslaust hjá ykkur"). Hvað er þetta annað en slæm samviska?
Ég sé fram á að reyna (ásamt fleirum) að vera á þessum stað milli 12 og 13 sem flesta virka daga, svo lengi sem ríkisstjórnin styður Íraksstríðið. Og já, ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að það gæti orðið ansi langur tími, en tilgangurinn með þessu er nú einmitt sá að stytta þann tíma.
Endilega heimsækið Fólkið.net og skráið ykkur á póstlistann, ef þið hafið áhuga á að vera með, ég held nefnilega að flestir, sem á annað borð láta sig mikilvæg málefni varða, hafi fengið sig fullsadda af fjöldamorðunum í Írak.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home