Björn Bjarna bullar
Björn Bjarnason: Lýðveldið og guðleg forsjón.
Þegar ég hugsa til ræðumannanna, sem stóðu á Lögbergi fyrir 60 árum og lofuðu gæsku Guðs við íslensku þjóðina, held ég að hvorki þeim né nokkrum áheyrenda þeirra, hefði dottið í hug, að það yrði hugsanlega notað til gagnrýni á þá, að þeir vísuðu til handleiðslu Guðs almáttugs. Í apríl síðastliðnum ræddi ég gildi bænarinnar á prestastefnu og varð það tilefni greinar í Morgunblaðinu, þar sem höfundur sagði meðal annars:
„Ég vil setja stórt spurningarmerki við dómgreind þeirra sem telja sig þess umkomna að halda því fram að þeir hafi fengið guðlega leiðsögn. Er ekki mannkynssagan full af ráðamönnum þjóða og kirkna sem farið hafa hamförum í sínu sambandi við óútskýranlegar verur?“
Með öðrum orðum, góðir áheyrendur, nú á dögum, þegar stjórnmálamenn leyfa sér að ræða gildi bænarinnar og lýsa trausti sínu á hina guðlegu forsjón eru þeir ávíttir fyrir að telja sig í samandi við „óútskýranlegar verur.“
Greinarhöfundur vill, að skynsemi, rökhyggja og mat á öllum aðstæðum ráði, þegar stjórnmálamenn eða aðrir taka ákvarðanir. Ég er sammála því.
En ég spyr: Hver verður verri af því, að sækja styrk til þess, sem fullvissar okkur um, að hver sá öðlist, sem biður, sá finni, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, muni upp lokið verða.
Náð og blessun eru góðir förunautar og bæn um leiðsögn til þess, sem hefur öll ráð í hendi sér, spillir ekki neinni ákvörðun.
...
Megi góður Guð halda verndarhendi sinni áfram yfir Íslandi og Íslendingum!
Björn Bjarnason sér semsagt ekkert að því að fólk þyggi ráð frá álfum, tröllum, guðum og öðrum ímynduðum verum, sér bara ekkert óskynsamlegt við það.
Þessi maður er jafn vitlaus og Bush.
Höfundur Hávamála hafði sitthvað um heimsku að segja, t.d. eftirfarandi:
Ósnotur maður
er með aldir kemur,
það er best að hann þegi.
Engi það veit
að hann ekki kann,
nema hann mæli til margt.
Veit-a maður
hinn er vætki veit,
þótt hann mæli til margt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home