Blaður vors blinda biskups bítur
Samskipti trúar og ríkisvalds eru sums staðar spennuþrungin vissulega. Og það verður að viðurkennast að það er oft tilkomið vegna framsóknar Íslam í Evrópu, og kröfu Íslams um að tillit sé tekið til múslimskra trúarhátta, siða og réttar. Og þá hafa Evrópumenn hrokkið í kút. Íslam er guðveldi í eðli sínu, trú og pólitík eru þar samofin. Íslam þekkir ekki það sem Vestur Evrópa hefur gengið gegnum í þúsund ára glímu um trú og stjórnmál, um ríki og kirkju, hefur ekki átt neina siðbót, né upplýsingaröld. Og er Evrópusambandið ekki kristinn klúbbur? Spyrja menn. Eru grunngildi Evrópu ekki sprottin af kristnum rótum, kristinni sögu, menningu, sið? Og hvernig getum við mætt kröfum guðveldisins ef við drögum fjöður yfir það?
...
Og það sem gæti hafa orðið spennandi og árangursríkt samtal um frelsi og lýðræði og umburðarlyndi varð oft eitthvað allt annað. Óbilgirni og fordómar réðu of oft ferðinni. Hið sama höfum við séð hér á Íslandi. Orðræðan hér um samskipti ríkis og kirkju virðist æði slagorðakennd og gjarna borin uppi af fordómum og fáfræði. Það er miður. Vegna þess að þetta er mikilvæg umræða, ekki aðeins varðandi þrönga hagsmuni trúfélaganna, heldur vegna þess að hún snertir grundvallaratriði okkar menningar og þjóðskipulags. Oft er gengið að því gefnu að hér sé fjölmenningarsamfélag, og í ljósi þess mikilvægt að opna allar dyr og afnema alla mismunun. En er það raunhæft? Og hvernig lítur slíkt þjóðfélag út?
...
En aðstæður eru aðrar í dag. Fjölmenning sækir á. Og við höfum val um hvernig við viljum móta samfélagið og grundvallarviðmið menningarinnar. Við gætum valið að láta samfélagið mótast af fjölhyggju og tekið því að hinar sögulegu forsendur væru leystar upp, og sett alla trú og menningarhefðir jafnfætis, og engum sé gert hærra undir höfði en öðrum. Eða við höldum fast í að þróun samfélagsins byggir á sögulegum grunni þar sem kristnin gegnir lykilhlutverki sem bandamaður lýðræðisríkisins .
...
Guð er að verki í hinu veraldlega sviði líka, jafnvel Tyrkjasoldán er þjónn Guðs að því leiti sem hann heldur uppi réttlátum lögum og góðri reglu í ríki sínu.
...
Við verðum að tryggja trúfrelsið, sem ekki aðeins að trú sé umborin heldur viðurkennd sem grundvallandi þáttur í heilbrigðu mannlífi og þjóðlífi.
...
Hins vegar tel ég vafasamt að við eigum að afnema alla jákvæða mismunun gagnvart þjóðkirkjunni á meðan hún heldur meirihlutafylgi og sinnir almannaþjónustu og skyldum við landsmenn alla sem hingað til.
Fífl.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home