Déja Vu
Úr fréttum RUV í gærkvöldi.
Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins staðhæfir að stjórnvöld í Íran séu að undirbúa framleiðslu kjarnavopna. Segjast hafa sannanir fyrir því að Íranir séu að auðga úran til framleiðslunnar.
Bandaríkjastjórn telur að Íranir séu langt komnir með kjarnorkuvopnaáætlun sína.
"We believe we are on very, very solid ground, in pointing to a clandestine effort by Iran to develop weapons of mass destruction and their delivery systems."
Evrópusambandið telur Írani hafa engin áform uppi um að eignast kjarnavopn.
Endar þetta á viðskiptaþvingunum og stríði? Svo Norður Kórea?
Bush öskrar "úlfur, úlfur", G.I. Joe fer og aflífar einhvern kjölturakka, svo eyðir andvitneskjubatterí Bandaríkjastjórnar árum í að sannfæra heiminn um að hundkvikindið hafi nú verið frekar úlfslegt og raunar átt skilið að deyja.
Þvílík martröð.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home