Kvótar og ofveiði valda erfðafræðilegum breytingum
Héðan
Veiðikvótar og ofveiði hafa mjög alvarlegar erfðafræðilegar afleiðingar fyrir fiskistofna. Þetta kom fram á ráðstefnu samtakanna American Association for the Advancement of Science í Wshington um helgina en þar voru kynntar skýrslur vísindamanna um áhrif veiða á fiskistofna. Þar kom fram að ofveiði á gömlum, stórum hrygnum hafi erfðafræðileg áhrif á stofninn, sem valdi því að hann minnki til lengri tíma litið. Hrognin úr stórum hrygnum séu stærri og fleiri seiði komist á legg. Nútíma sjávarútvegur leggi hins vegar áherslu á stóran fisk og það hafi alvarlegri áhrif en áður var talið að stærri og frjósamari fiskurinn hverfi. Steve Berkeley, líffræðingur við Kaliforníuháskóla segir að þessi þróun sé alveg í samræmi við kenningar Darwins um þróun dýrategunda. Þegar lögð sé áhersla á veiði á stórum fiski sé það erfðafræðilegur kostur að vera lítill og magur og það hafi svo neikvæð áhrif á frjósemina. Þetta skýri hvers vegna stofnar stækki ekki þrátt fyrir aðgerðir svo sem kvótasetningu og tímabundið veiðibann. Vísindamennirnir bentu á að þorskstofninn við Nýfundnaland hafi enn ekki náð sér á strik þótt þar hafi ekkert verið veitt frá því að hann hrundi fyrir hartnær 15 árum. Enginn hafi getað skýrt hvers vegna. Svona erfðafræðilegar breytingar af mannavöldum hafi líkast til átt sér stað við Nýfundnaland og þær taki langan tíma, áratugi, að laga. Vísindamennirnir leggja til að stór hafsvæði verði alveg friðuð til langframa og fiskistofnum þar leyft að vaxa eðlilega.Svona lagað kemur bara sköpunarsinnum á óvart.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home