Meirihlutinn ræður, öllu, alltaf
Kröfu um að trúnaði verði aflétt af Íraksmáli hafnað
Meirihluti utanríkismálanefndar Alþingis hafnaði í gær kröfu Guðmundar Árna Stefánssonar, fyrir hönd Samfylkingarinnar, um að aflétta trúnaði af fundargerðum utanríkismálanefndar, þar sem Íraksmálið svonefnda var rætt.Eiga skoðanir ráðamanna okkar í utanríkismálum að vera leyndarmál? Ég hélt við kysum þetta lið vegna skoðana þeirra.
...
"Ég tel að það væri mjög varhugavert að aflétta trúnaði af fundargerðum nefndarinnar, því það gæti haft alvarlegar afleiðingar á störf nefndarinnar í framtíðinni," segir Sólveig. Nefndarmenn og gestir hennar mættu þannig eiga von á því síðar meir að krafa yrði höfð uppi um afléttingu trúnaðar á því sem fram hafi farið á fundum nefndarinnar. Í viðkvæmum málum, eins og öryggis- og varnarmálum, gæti hugsast að menn hefðu síður látið ummæli falla, t.d. skoðanir sínar á afstöðu annarra ríkja, ef þeir ættu von á að trúnaði yrði síðar meir aflétt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home