Stórar tölur í fréttunum
Michel Barnier, utanríkisráðherra Frakka sagði í París í dag að raunhæft sé að fella niður um helming skulda Íraka.
...
Skuldir þjóðarinnar nema alls 120 milljörðum dollara.
Eitthvað nálægt 8.400.000.000.000 kr.
Mbl.is
Fjárupphæðir sem krafist var við árangurslaus fjárnám hjá einstaklingum og fyrirtækjum á tímabilinu frá upphafi árs 2001 til 15. október 2004 námu samtals 61 miljarði króna. Þar af námu kröfur á hendur einstaklingum um 40 miljörðum. Ríkissjóður var stærsti kröfuhafinn með um þriðjung krafna en þar næst komu bankarnir með um 11 miljarða.
Ruv.is
Sex miljarða króna halli varð á rekstri ríkissjóðs árið 2003, samkvæmt endurskoðuðum ríkisreikningi. Þetta er fjórðungi minni halli en árið 2002. Í skýrslu um endurskoðun ríkisreiknings segir að tekjur ríkissjóðs hafi aukist hlutfallslega meira en gjöld árið 2003. Tekjur voru 275 miljarðar króna, það er rúmum 15 miljörðum meira en 2002, eða um 6% hækkun. Gjöld ríkissjóðs voru 281 miljarður sem er liðlega 13 miljarða hækkun frá fyrra ári.
Ruv.is
Ef Baugur Group kaupir bresku verslunarkeðjuna Big Food Group verður ársvelta Baugs 700 milljarðar króna og starfsmenn samstæðunnar 50 þúsund talsins.
Mbl.is
Miðað við gengið í síðustu viðskiptum er markaðsvirði KB banka um 330 milljarðar
Mbl.is
Hagnaður Íslandsbanka fyrir skatta fyrstu sex mánuði ársins var 8,2 milljarðar króna. Heildareignir samkvæmt efnahagsreikningi 31. ágúst voru 547,6 milljarðar króna.
Mbl.is
Carl Haub, höfundur skýrslunnar, segir að jarðarbúum muni fjölga um 45% í tæplega 9,3 milljarða fram til ársins 2050.
Mbl.is
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home