Er lengur hægt að treysta Biblíunni?
Sköpunarsaga Biblíunnar undirstrikar hins vegar skýrt að hver tegund var sjálfstæð en ekki þróuð út frá annarri eins og þróunarkenning Darwins heldur fram. Darwins-fylgjendur segja að steingervingafræðin sanni þróun tegundanna en það gerir hún alls ekki! Þar eru margar eyður og ósvaraðar spurningar. Og það hefur ekkert nýtt komið fram um áratugaskeið í rannsóknum líffræðinga sem styður blinda þróun þar sem ekkert hugvit var að baki. Kristnir menn geta því sofið vært gagnvart þeirri fullyrðingu að sköpunarsaga Biblíunnar sé úrelt og hlægileg. Hún er það svo sannarlega ekki. Hún heldur fram þeirri kenningu að vitiborinn skapari sé að baki efnisheiminum. Persónulegra þykir mér það miklu líklegri kenning en hin sem menn hafa þróað útfrá kenningum Darwins, -sú að hinn gífurlegi fjölbreytileiki og fullkomleiki lífríkisins sé afleiðing blindra tilviljana þar sem ekkert hugvit búi að baki. Það þarf mikla trú til að trúa slíkri kenningu! Ef eitthvað er farið að gefa sig, vísindalega skoðað, þá er það þróunarkenning Darwins.
Þetta segir Friðrik Ó. Schram, safnaðarprestur hjá Íslensku Kristskirkjunni hér:
Er lengur hægt að treysta Biblíunni?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home