Sálm 37:5
Hér fyrir neðan er að finna skilaboð, sem ég bjargaði af spjallþræði einum sem verður eytt í nánustu framtíð. Þessi hugleiðing unglingsstelpu um tilveruna í ljósi Sálms 37:5 finnst mér svolítið einkennandi fyrir hugsanagang trúaðra. Læt þau orð ekki vera fleiri.
Re: Er betra að vera trúaður en að vera trúleysingi???
„Fel Drottni vegu þín og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ Sálm 37:5
ef að þú trúir að Drottinn muni sjá fyrir þér þá þarftu í rauninni engar á hyggjur að hafa... og að mínu mati þá finnst mér betra að vera trúuð ég hef verið trúleysingi... þó að það hafi varið stutt þá bara trúði ég ekki að Guð væri til vegna þess að ef að hann væri til þá myndi hann ekki láta heiminn vera svona slæman... en allan þann tima sem að mér leið svoleiðis í sambandi við Drottinn þá leið mér illa... en svo byrjaði ég að hugsa ... (tilbreyting ... :)um það hvað það eru margir í heiminum sem ganga veg Drrottins og reyna að bæta heiminn og eru í hans þjónustu og hann starfar í gegnum þau... ég hef talað við strák sem frelsaðist og fór í biblíuskóla (man ekki alveg hvar sá skóli var....) en hann fór svo í trúboð til Eþíópíu og þangað kom lítill strákur sem var með alveg ofboðslega þykk gleraugu og hann sá ekki húsið sitt þegar hann stóð fyrir framan það þegar hann var ekki með gleraugun ....og hann labbaði út án þeirra.. þessi strákur (sem að ég talaði við) var í stjórninni í lögleiðingu kannabis þegar að hann sagði „Guð ef að þú ert til gefðu mér þá merki eða eitthvað og sannaðu fyrir mér að þú sért til!“... Þegar þessi strákur var að klifra upp svona eitthvern brunastiga þá fékk han svona kraft eða eitthvað sem að gerði hann næstum alveg máttlausan... hann hélt sér eins og hann ætti lífið að leysa (hann var næstum kominn upp á 3. hæð)... en þessi kraftur kom aftur og hann datt niður á jörðina og lenti á bakinu... eftir þetta sterka merki þá fór hann í biblíuskólann... Þetta finnst mér sanna að Guð getur allt!!!!!
og svo að ég leggi meiri áherslu á það að mér finnst betra og SKEMMTILEGRA að vera trúuð þá getið þið leitað að miðju biblíunnar sem er sálm 118 vers 8 en það er „Betra er að leita hælis hjá Drottni en að treysta mönnum“ þetta finnst mér bara vera merki frá Guði og engin tilviljun!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home