Biblíubrjál
Það er væntanlega á allra vitorði að samkvæmt hinni háheilögu bók Biblíunni, þá urðu forfeður okkar mörg hundruð ára gamlir, eins og t.d. hann Nói. Ef einhverjum þykir þetta vafasamt þá las ég það á spjallþráðum KSS í dag að einhverjum vísindamönnum hafi tekist að færa rök fyrir því að jörðin hafi verið umlukin vatnshjúp hér áður fyrr. Vatnshjúpur þessi gerði það víst að verkum að minna af skaðvænni geislun sólar náði niður á yfirborð jarðar, sem svo hafði það í för með sér að við mannaparnir urðum jafngamlir risafurum. Það fylgdi ekki sögunni hvað á endanum varð um þennan vatnshjúp en það kæmi mér hreint ekki á óvart ef það tengdist eitthvað honum Nóa blessuðum.
Já, það er margt skrýtið að finna í fleiru en kýrhausnum.
/D
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home