Börn í markaðsþjóðfélagi
Kallar eftir málþingi um markaðssetningu sem beinist að börnum
Ingibjörg Þ. Rafnar, umboðsmaður barna, segir að sér berist margar kvartanir og ábendingar um að auglýsingar, sem höfða eiga til barna og sýndar eru í sjónvarpi í kringum barnatímana, séu ótilhlýðilegar. Sumir foreldrar kalli eftir því að tilteknar auglýsingar verði bannaðar, t.d. þær sem auglýsi sætindi og óhollt fæði. Vill hún að málþing verði haldið þar sem tekið verði á þessu máli.Ég get ekki annað en tekið undir með henni Ingibjörgu, velferði barna hlýtur að vega meira en velferði auglýsenda... eða hvað?
...
„Ég held að það sé miklu einfaldara að setja reglur eins og Norðmenn og Svíar hafa gert, sem banna auglýsingar í kringum barnaefni,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttavef Morgunblaðsins. Sé þar átt við sjónvarpsefni sem sérstaklega er ætlað litlum börnum.
„Mér finnst þetta eitt af því sem við ættum að skoða, við ættum m.a. að skoða það hvort við ættum að gera greinarmun á því hvort auglýsingar beinast að ungum börnum. Ung börn hafa ekki þroska til að átta sig á því að um er að ræða auglýsingar [...] þarna er verið að nýta sér trúgirni þeirra og þroskaleysi eða reynsluleysi. Við erum með ákvæði í lögunum sem banna slíkt, bæði í lögum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og í útvarpslögum. Kannski þurfum við bara að framfylgja þessum reglum sem við þó höfum betur en við gerum,“ segir Ingibjörg.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home