Er stuðningurinn við Íraksstríðið flókið og viðamikið mál?
Varðandi afstöðu þingmanna Framsóknarflokksins til stuðnings íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið sagði Hjálmar Árnason eftirfarandi:
"Það eru ugglaust skiptar skoðanir innan minna raða eins og margra annarra í svo flóknu og viðamiklu máli sem þetta er,"Héðan.
Flókið og viðamikið mál my ass. Af hverju lítur þetta út fyrir að vera svona ótrúlega einfalt frá mínum bæjardyrum séð? Ætli það sé kannski vegna þess að við almenningurinn í landinu (og stjórnarandstaðan) höfum aldrei fengið að vita, hvað raunverulega bjó að baki þessari ákvörðun hæstfirrtra ráðamanna okkar um að styðja gandreið Bush & co inn í Írak, þessa krossferð valdagræðginnar.
Hvaða pungtak er Bush með á Davíð og Dóra annað en veru varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli?
Eru þeir að reyna að viðhalda góðu atvinnuástandi á Suðurnesjum með því að styðja þessa stríðsglæpi? Líf útlendinga fyrir atvinnu Íslendinga?
"Eins dauði er annars brauð" er máltæki, ekki skynsamlegur grunnur að utanríkisstefnu.
Tillaga til þingsályktunar um innrásina í Írak og forsendur fyrir stuðningi íslenskra stjórnvalda við hana er að finna hér.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home